Lífið

Læknir í vanda

MYND/ABC

Hinn fjallmyndarlegi Isaia Washington sem leikur svarta lækninn dr. Burke í Grey´s Anatomy er kominn á meðferðarheimili til þess að reyna að halda í hlutverk sitt í þáttunum. Það vakti athygli að hann var fjarri góðu gamni við verðlaunaafhendingu hjá Screen Actos Guild Awards, síðastliðinn sunnudag, þar sem hann og félagar hans voru valin besti leikhópurinn í sjónvarpsþætti.

Washington mun hafa ákveðið að fara í meðferð eftir að mikið upphlaup varð vegna þess að hann fór óviðurkvæmilegu orðum um meðleikara sem er samkynhneigður. Hann baðst opinberlega afsökunar á ummælum sínum. Ekki er þó víst að það dugi honum til þess að halda starfinu, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er til vandræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.