Vegagerð næstu ára ákveðin 24. janúar 2007 18:59 Ákvarðanir um allar helstu vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Búist er við að ríkisstjórnin kynni þingflokkum sínum eftir helgi tillögur um hvernig hún vill ráðstafa eitthundrað milljörðum króna í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára og þrjúhundruð milljörðum króna í langtímaáætlun til tólf ára. Samgönguáætlun verður sennilega stærsta mál þingsins það sem eftir lifir vetrar. Ekki aðeins er verið að ráðstafa stærstum hluta framkvæmdaframlaga ríkisins næstu árin heldur einnig verið að móta hvað eigi að gera, hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa. Og þau verkefni sem ekki komast inn á listann nú, - ja, þau gætu þurft að bíða fram til ársins 2020. Það er því tekist á um gríðarlega hagsmuni þessa dagana þvert á flokka en milli landshluta því verið er að móta bæði 4urra ára áætlun og tólf ára áætlun. Mesta spennan ríkir um hvernig staðið verður að tvöföldun þjóðvega út frá Reykjavík, bæði Suðurlandsvegar til Selfoss og Vesturlandsvegar til Borgarness. Samgönguráðherra gaf engin svör þegar spurt var á Alþingi í morgun og sagði að fyrst yrðu ríkisstjórn og þingflokkar hennar að komast að pólitískri niðurstöðu áður en unnt yrði að kynna áætlunina á Alþingi. Örlög Sundabrautar munu skýrast, hversu hratt verður unnið að gerð hennar á næstu árum. Ákvarðanir um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum verða mótaðar. Líklegt þykir að Vestfirðingar fái bæði Arnarfjarðar og Óshlíðargöng og Austfirðingar ný Norðfjarðargöng. Þá mun ráðast hvaða mislæg gatnamót verða byggð á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verið að ráðstafa fjármunum til hafna og flugvalla og þar gæti framtíð Reykjavíkurflugvallar skýrst með ákvörðun um samgöngumiðstöð. Þingmenn er farið að lengja eftir tillögum og átaldi Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, ráðherra fyrir að hafa ekki lagt þær fyrir Alþingi.Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er stefnt að því að ríkisstjórnin afgreiði samgönguáætlunina á föstudag og kynni hana formlega í þingflokkum sínum á mánudag. Tillögurnar gætu birst á Alþingi í næstu viku. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Ákvarðanir um allar helstu vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Búist er við að ríkisstjórnin kynni þingflokkum sínum eftir helgi tillögur um hvernig hún vill ráðstafa eitthundrað milljörðum króna í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára og þrjúhundruð milljörðum króna í langtímaáætlun til tólf ára. Samgönguáætlun verður sennilega stærsta mál þingsins það sem eftir lifir vetrar. Ekki aðeins er verið að ráðstafa stærstum hluta framkvæmdaframlaga ríkisins næstu árin heldur einnig verið að móta hvað eigi að gera, hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa. Og þau verkefni sem ekki komast inn á listann nú, - ja, þau gætu þurft að bíða fram til ársins 2020. Það er því tekist á um gríðarlega hagsmuni þessa dagana þvert á flokka en milli landshluta því verið er að móta bæði 4urra ára áætlun og tólf ára áætlun. Mesta spennan ríkir um hvernig staðið verður að tvöföldun þjóðvega út frá Reykjavík, bæði Suðurlandsvegar til Selfoss og Vesturlandsvegar til Borgarness. Samgönguráðherra gaf engin svör þegar spurt var á Alþingi í morgun og sagði að fyrst yrðu ríkisstjórn og þingflokkar hennar að komast að pólitískri niðurstöðu áður en unnt yrði að kynna áætlunina á Alþingi. Örlög Sundabrautar munu skýrast, hversu hratt verður unnið að gerð hennar á næstu árum. Ákvarðanir um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum verða mótaðar. Líklegt þykir að Vestfirðingar fái bæði Arnarfjarðar og Óshlíðargöng og Austfirðingar ný Norðfjarðargöng. Þá mun ráðast hvaða mislæg gatnamót verða byggð á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verið að ráðstafa fjármunum til hafna og flugvalla og þar gæti framtíð Reykjavíkurflugvallar skýrst með ákvörðun um samgöngumiðstöð. Þingmenn er farið að lengja eftir tillögum og átaldi Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, ráðherra fyrir að hafa ekki lagt þær fyrir Alþingi.Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er stefnt að því að ríkisstjórnin afgreiði samgönguáætlunina á föstudag og kynni hana formlega í þingflokkum sínum á mánudag. Tillögurnar gætu birst á Alþingi í næstu viku.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira