Hjálmar vill Suðurnesjakonu í þriðja sætið 22. janúar 2007 18:30 Hjálmar Árnason, sem tapaði fyrir Guðna Ágústssyni í baráttu um fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um helgina, og sagði sig í framhaldinu af listanum, vill að kona af Suðurnesjum skipi þriðja sæti listans í hans stað. Formaður flokksins hefur skilning á þessu sjónarmiði en segir það í verkahring flokksins í kjördæminu að raða fólki á listann.Suðurnesjamaðurinn og þingflokksformaðurinn Hjálmar Árnason endaði í þriðja sæti í baráttu sinni gegn Guðna Ágústssyni Sunnlendingi og landbúnaðarráðherra um forystusæti flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Hjálmar tilkynnti þá þegar að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum. Hjálmar bendir á að íbúar Suðurnesja séu 45 prósent íbúa kjördæmisins og vill að sá sem tekur þriðja sæti listans komi þaðan."Ég tel það vera mjög veikt að það skuli ekki vera Suðurnesjamaður í einu af tveimur til þremur efstu sætunum, líkt og er reyndar hjá öllum flokkum," segir Hjálmar.Hjálmar segist ekki finna neina skýringu á slæmu gengi Suðurnesjamanna á framboðslistum flokkanna, aðra en þá að Suðurnesjamenn séu góðir sjómenn en kunni ekki að reka fé af fjalli. Það vekur reyndar athygli að hinn 15. desember skoruðu 1.976 einstaklingar á Hjálmar að bjóða sig fram í fyrsta sætið en í prófkjörinu fékk hann 1.421 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. En allt um það, nú vill hann ekki bara einhvern einstakling í þriðja sætið í sinn stað, heldur helst suðurnesjakonu."Já ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að vera meira jafnvægi í þessu og það teldi ég vera mjög hyggilegt," segir Hjálmar."Ég hef heyrt þessa tillögu. Ég er náttúrlega ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til hennar, en ég skil þessa tillögu og virði hana. En að sjálfsögðu verða Sunnlendingar sjálfrir og Suðurnesjamenn, sameiginlega, að komast að niðurstöðu um það," segir Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Hjálmar Árnason, sem tapaði fyrir Guðna Ágústssyni í baráttu um fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um helgina, og sagði sig í framhaldinu af listanum, vill að kona af Suðurnesjum skipi þriðja sæti listans í hans stað. Formaður flokksins hefur skilning á þessu sjónarmiði en segir það í verkahring flokksins í kjördæminu að raða fólki á listann.Suðurnesjamaðurinn og þingflokksformaðurinn Hjálmar Árnason endaði í þriðja sæti í baráttu sinni gegn Guðna Ágústssyni Sunnlendingi og landbúnaðarráðherra um forystusæti flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Hjálmar tilkynnti þá þegar að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum. Hjálmar bendir á að íbúar Suðurnesja séu 45 prósent íbúa kjördæmisins og vill að sá sem tekur þriðja sæti listans komi þaðan."Ég tel það vera mjög veikt að það skuli ekki vera Suðurnesjamaður í einu af tveimur til þremur efstu sætunum, líkt og er reyndar hjá öllum flokkum," segir Hjálmar.Hjálmar segist ekki finna neina skýringu á slæmu gengi Suðurnesjamanna á framboðslistum flokkanna, aðra en þá að Suðurnesjamenn séu góðir sjómenn en kunni ekki að reka fé af fjalli. Það vekur reyndar athygli að hinn 15. desember skoruðu 1.976 einstaklingar á Hjálmar að bjóða sig fram í fyrsta sætið en í prófkjörinu fékk hann 1.421 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. En allt um það, nú vill hann ekki bara einhvern einstakling í þriðja sætið í sinn stað, heldur helst suðurnesjakonu."Já ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að vera meira jafnvægi í þessu og það teldi ég vera mjög hyggilegt," segir Hjálmar."Ég hef heyrt þessa tillögu. Ég er náttúrlega ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til hennar, en ég skil þessa tillögu og virði hana. En að sjálfsögðu verða Sunnlendingar sjálfrir og Suðurnesjamenn, sameiginlega, að komast að niðurstöðu um það," segir Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira