Munu fella lögin um RÚV úr gildi 22. janúar 2007 18:30 Stjórnarandstaðan gafst upp í óvinsælu andófi sínu gegn frumvarpi um Ríkisútvarpið, að mati menntamálaráðherra, en stjórnarandstaðan hætti óvænt umræðum um frumvarpið í morgun. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hana einhuga um að standa vörð um Ríkisútvarpið og að hún muni fella lögin úr gildi, fái hún til þess meirihluta á Alþingi að loknum kosningum í vor.Það lá í loftinu fyrir helgi að stjórnarandstaðan ætlaði sér að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið út alla þessa viku, eftir rúmlega eitt hundrað klukkustunda umræður þar á undan. Stjórnarandstaðan boðaði hins vegar óvænt til blaðamannafundar í morgun, þar sem hún tilkynnti að umræðum um frumvarið yrði hætt að hennar hálfu þá þegar. Jafnframt kynnti stjórnarandstaðan sameiginlega yfirlýsingu með sex áhersluatriðum um hvernig hún vill sjá framtíð Ríkisútvarpsins og boðaði að nái hún meirihluta á Alþingi eftir kosningar, muni hún tafarlaust breyta væntanlegum lögum. Stjórnarandstaðan vill ekki að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi í eigu ríkisins, vill styrkja menningarlegt hlutverk þess og tryggja því tekjur úr ríkissjóði, sértekjum og auglýsingatekjum. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir stjórnarandstöðuna ekki hafa gefist upp gegn stjórnarliðum. Hún hafi ítrekað reynt að ná sáttum um málið."En því miður hefur ríkisstjórnin ekki virt slíkar sáttatilraunir viðlitis. Við metum það svo að það sé full reynt og það þjóni ekki tilgangi að halda þessum bardaga áfram," sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna í morgun. Stjórnarandstaðan sætti sig nú við að málið fari í atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan flytji breytingatillögu við frumvarpið sem gæti enn afstýrt því versta, það er að segja að fresta gildistöku laganna. Lengra hafi ekki verið komist.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir það vekja athygli að árið 2004 hafi verið mikil og langvinn deila á þinginu um aðra fjölmiðla. "Þegar upp var staðið komust menn auðvitað að því að það var miklu meiri sátt meðal þingmanna um það mál en umræðan gaf til kynna. Það var skipuð fjölmiðlanefnd og hún komst að niðurstöðu og nú má segja að almennt sammæli ríki um allan fjölmiðlamarkaðinn, en ekki um ríkisútvarpið. Og það auðvitað hlýtur að gera það að verkum að það dregur úr trausti á ríukisútvarpinu."Ég sé það ekki fyrir mér sem hlutafélag, ég sé það fyrir mér sem stofnun sem ríkið á og rekur og almenningur á tilkall til," segir Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar um að hún muni breyta lögunum um Ríkisútvarpið fái hún til þess meirihluta að loknum kosningum."Þetta er einfaldlega uppgjöf að hálfu stjórnarandstöðunnar. Það er alveg ljóst," segir menntamálaráðherra. Eftir að hafa hlustað á vel flestar ræður stjórnarandstöðuþingmanna um málið sé ljóst að hún tali ekki einum rómi um málið. "Hún var margradda í þessu máli. En fyrst og síðast hefur stjórnarandstaðan væntanlega áttað sig á því yfir helgina að hún var ekki í takt við þjóðarsálina í þessu máli heldur," segir menntamálaráðherra. Sér finnist þetta vera ákveðin tækifærismennska hjá stjórnarandstöðunni sem kannski hjálpi upp á sálina hjá henni.Það sé greinilegt að ef þessir flokkar komast í stjórn muni þeir afturkalla lögin, en þeir muni ekki gera það með stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Stjórnarandstaðan gafst upp í óvinsælu andófi sínu gegn frumvarpi um Ríkisútvarpið, að mati menntamálaráðherra, en stjórnarandstaðan hætti óvænt umræðum um frumvarpið í morgun. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hana einhuga um að standa vörð um Ríkisútvarpið og að hún muni fella lögin úr gildi, fái hún til þess meirihluta á Alþingi að loknum kosningum í vor.Það lá í loftinu fyrir helgi að stjórnarandstaðan ætlaði sér að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið út alla þessa viku, eftir rúmlega eitt hundrað klukkustunda umræður þar á undan. Stjórnarandstaðan boðaði hins vegar óvænt til blaðamannafundar í morgun, þar sem hún tilkynnti að umræðum um frumvarið yrði hætt að hennar hálfu þá þegar. Jafnframt kynnti stjórnarandstaðan sameiginlega yfirlýsingu með sex áhersluatriðum um hvernig hún vill sjá framtíð Ríkisútvarpsins og boðaði að nái hún meirihluta á Alþingi eftir kosningar, muni hún tafarlaust breyta væntanlegum lögum. Stjórnarandstaðan vill ekki að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi í eigu ríkisins, vill styrkja menningarlegt hlutverk þess og tryggja því tekjur úr ríkissjóði, sértekjum og auglýsingatekjum. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir stjórnarandstöðuna ekki hafa gefist upp gegn stjórnarliðum. Hún hafi ítrekað reynt að ná sáttum um málið."En því miður hefur ríkisstjórnin ekki virt slíkar sáttatilraunir viðlitis. Við metum það svo að það sé full reynt og það þjóni ekki tilgangi að halda þessum bardaga áfram," sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna í morgun. Stjórnarandstaðan sætti sig nú við að málið fari í atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan flytji breytingatillögu við frumvarpið sem gæti enn afstýrt því versta, það er að segja að fresta gildistöku laganna. Lengra hafi ekki verið komist.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir það vekja athygli að árið 2004 hafi verið mikil og langvinn deila á þinginu um aðra fjölmiðla. "Þegar upp var staðið komust menn auðvitað að því að það var miklu meiri sátt meðal þingmanna um það mál en umræðan gaf til kynna. Það var skipuð fjölmiðlanefnd og hún komst að niðurstöðu og nú má segja að almennt sammæli ríki um allan fjölmiðlamarkaðinn, en ekki um ríkisútvarpið. Og það auðvitað hlýtur að gera það að verkum að það dregur úr trausti á ríukisútvarpinu."Ég sé það ekki fyrir mér sem hlutafélag, ég sé það fyrir mér sem stofnun sem ríkið á og rekur og almenningur á tilkall til," segir Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar um að hún muni breyta lögunum um Ríkisútvarpið fái hún til þess meirihluta að loknum kosningum."Þetta er einfaldlega uppgjöf að hálfu stjórnarandstöðunnar. Það er alveg ljóst," segir menntamálaráðherra. Eftir að hafa hlustað á vel flestar ræður stjórnarandstöðuþingmanna um málið sé ljóst að hún tali ekki einum rómi um málið. "Hún var margradda í þessu máli. En fyrst og síðast hefur stjórnarandstaðan væntanlega áttað sig á því yfir helgina að hún var ekki í takt við þjóðarsálina í þessu máli heldur," segir menntamálaráðherra. Sér finnist þetta vera ákveðin tækifærismennska hjá stjórnarandstöðunni sem kannski hjálpi upp á sálina hjá henni.Það sé greinilegt að ef þessir flokkar komast í stjórn muni þeir afturkalla lögin, en þeir muni ekki gera það með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira