Innlent

Enn varað við grýlukertum

MYND/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar enn við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Bent er á í tilkynningu frá lögreglu að nú þegar hitinn er kominn yfir frostmark fari grýlukertin að hrynja af húsum eins og þegar sé orðin raunin.

Nokkrar tilkynningar vegna þessa hafa borist í dag en ljóst sé að af grýlukertum geti stafað nokkur hætta og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát. Eigendur og umráðamenn húsa í miðborginni hafa brugðist skjótt við og eru teknir við að hreinsa grýlukerti af húsum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×