Innlent

Enn nóg af síld í Grundarfirði

Krossey við veiðar á Grundarfirði í síðustu viku.
Krossey við veiðar á Grundarfirði í síðustu viku. MYND/Egill

Fjölveiðiskipin Krossey og Jóna Eðvalds, sem Skinney-Þinganes gerir út, eru nú á leið til Hornafjarðar með fullfermi af síld sem veiddist í Grundarfirði í nótt og morgun.

Að sögn Sigurðar Bjarnasonar, skipstjóra á Krosseynni, er enn tölvuert af síld í firðinum en eins og kunnugt er var Krossey á sömu slóðum á föstudag og fyllti þá skipið í tveimur köstum. Sama var upp á tengnum nú og fékk Krosseyin um 560 tonn af síld í einu kasti en Jóna Eðvalds fékk að sögn Sigurðar á bilinu 600-700 tonn í tveimur köstum í góðu veðri.

Aðspurður sagðist Sigurður ekki reikna með því að Krosseyin héldi aftur til Grundarfjarðar eftir löndunina á Höfn í Hornafirði heldur yrði líklega haldið til loðnuveiða enda hefur sjávarútvegsráðherra nýverið gefið út 180 þúsunda tonna loðnukvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×