Útvarpsstjóri sakaður um að vera missaga 16. janúar 2007 10:54 Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira