Innlent

Ákvað að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins

Vigdís stefndi á að fá þriðja eða fjórða sætið en lenti í því sjötta og ákvað að þiggja það ekki.
Vigdís stefndi á að fá þriðja eða fjórða sætið en lenti í því sjötta og ákvað að þiggja það ekki. MYND/Vilhelm

Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa gengið frá framboðslista sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Kosið var í tíu efstu sæti listans á aukakjördæmisþingi um helgina. Ein breyting var gerð á listanum en Vigdís M. Sveinsbjörnsdóttir sem bauð sig fram í þriðja til fjórða sæti en lenti í því sjötta ákvað að taka ekki sæti á listanum. Flokkurinn hefur nú fjóra þingmenn í kjördæminu. Aðrir færðust því upp um eitt sæti en Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, leiðir listann.

Listinn í heild:

1. Valgerður Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppi

2. Birkir Jón Jónsson, Fjallabyggð

3. Höskuldur Þór Þórhallsson, Akureyri

4. Huld Aðalbjarnardóttir, Kópaskeri

5. Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð

6. Sigfús Arnar Karlsson, Akureyri

7. Þórey Birna Jónsdóttir, Borgarfirði-eystri

8. Borghildur Sverrisdóttir, Vopnafirði

9. Anna Kolbrún Árnadóttir, Akureyri

10. Ólafur Níels Eiríksson, Fjarðabyggð

11. Heiða Hilmarsdóttir, Dalvíkurbyggð

12. Kristján Þór Magnússon, Húsavík

13. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð

14. Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði

15. Árný Hulda Sæmundsdóttir, Mývatnssveit

16. Haukur Halldórsson, Svalbarðsstrandarhreppi

17. Skúli Björn Gunnarsson, Fljótsdalshéraði

18. Katrín Freysdóttir, Fjallabyggð

19. Jóhannes Bjarnason, Akureyri

20. Jón Kristjánsson, Fljótsdalshéraði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×