Innlent

Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja sópa evrutali út af borðinu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að íslenska krónan sé ákveðið vandamál og vill skoða hvaða leiðir séu færar aðrar en að ganga í Evrópubandalagið. Hún segir einnig að óskapleg viðkvæmni ríki hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu máli og þau vilji helst sópa öllu evrutali út af borðinu.

 

Valgerður, sem var stödd á aukakjördæmisþingi Framsóknarmanna í Mývatnssveit í dag, lét þessi orð falla þegar þau ummæli forsætisráðherra, að Samfylkingin væri að grafa undan gjaldmiðli íslendinga með evruhjali, voru borinn undir hana.

 

Hún fellir sig ekki við að málinu verði sópað frá og því virðist vera kominn upp ágreiningur á milli forsætisráðherra og utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×