Innlent

Konu bjargað úr eldsvoða á Vopnafirði í nótt

Slökkvilið Vopnafjarðar var kallað út vegna bruna rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Efri hæð 2 hæða einbýlishúss stóð í ljósum logum og var kona sem tilkynnti sjálf um eldinn innikróuð í húsinu. Þegar slökkvilið kom á vetvang stuttu eftir útkallið, hafði konan náð að brjóta rúðu og var á leið út um hana þegar henni var bjargað.

Reykkafarar slökktu eldinn fljótt en minnstu mátti muna að verr færi. Konan fékk aðhlynningu á heilsugæslustöð Vopnafjarðar og slapp alveg við reykeitrun. Ekki er vitað um eldsuptök en lögreglan á Vopnafirði og Egilsstöðum rannsakar nú málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×