Innlent

Blindbylur á Holtavörðuheiði

MYND/Vísir

Blindbylur er á Holtavörðuheiði og margir bílar hafa farið útaf veginum. Björgunarsveitir frá Hvammstanga og Borðeyri eru á leið uppá heiði að aðstoða ökumenn.

Lögreglan í Borgarnesi vill árétta við ökumenn að vera helst ekki á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir.

Hellisheiðin er fær en þar skefur reglulega yfir veginn. Lögreglan á Selfossi vill minna ökumenn á að haga akstri eftir aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×