Innlent

Jafet gefur kost á sér til formanns KSÍ

MYND/Hari

Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður þann 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Þar segir að hann hafi starfað töluvert innan íþróttahreyfingarinnar og meðal annars verið formaður Badmintonsambandsins í fjögur ár. Jafet lét af störfum sem framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar í nóvember og situr nú í stjórn fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×