Innlent

Ungir piltar viðurkenndu fjögur innbrot

Piltarnir játuðu líka að haf brotið rúður í Flensborgarskóla.
Piltarnir játuðu líka að haf brotið rúður í Flensborgarskóla. MYND/Róbert

Fjórir piltar á aldrinum fimmtán til sautján ára hafa viðurkennt að hafa framið fjögur innbrot í söluturna í Hafnarfirði. Innbrotin voru fram á tímabilinu 25. desember til 10. janúar. Piltarnir játuðu líka að haf brotið rúður í Flensborgarskóla.

Þá hefur lögreglan einnig upplýst rúðubrot í Setbergsskóla þar sem nokkrar rúður voru brotnar í kringum áramótin. Tveir piltar, fimmtán og sextán ára, hafa viðurkennt að hafa brotið rúðurnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×