FÍB segir meðalálagningu á bensín hafa hækkað um 8,6 prósent 12. janúar 2007 10:35 MYND/Reuters Olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna 2005 eftir því sem Félag íslenskra bifreiða eigenda greinir frá. FÍB bendir enn fremur á að íslenskir neytendur hafi að meðaltali borgað ríflega tveimur krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni í fyrra en árið 2005 en rúmri krónu meira fyrir dísillítrann.Í tilkynningu FÍB segir að liðið ár hafi verið tímabil mikilla verðsveiflna. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi hækkað verulega fram yfir mitt ár og að auki hafi verið veruleg gengislækkun og miklar gengissveiflur á gengi íslensku krónunnar sem hækkuðu eldsneytisverðið enn frekar.„Álagningin var há í byrjun síðasta árs en í mars lækkaði álagningin verulega samhliða því að heimsmarkaðsverðið hækkaði og gengi íslensku krónunnar féll gagnvart Bandaríkjadal. Álagningin tók síðan stóran kipp upp á við þegar heimsmarkaðurinn lækkaði ört í ágúst og september en lækkaði aftur í lok árs og liðinn desember var á pari við meðalálagninguna þegar hún var lægst frá mars fram í júlí.Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í byrjun árs þannig að kostnaðarverð á lítra af bensíni fyrstu 10 dagana nú í janúar er tæpum 2 krónum lægra en kostnaðarverðið var í liðnum desembermánuði. Útsöluverð á eldsneyti hefur verið það sama á markaði hér á landi frá því 20. nóvember sl. Algengasta þjónustuverð á bensíni er 117.70 krónur á lítra og 112.70 í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð,“ segir í tilkynningu FÍB.FÍB bendir á að ódýrasta útsöluverðið á eldsneyti um þessar mundir virðist vera hjá Esso á Geirsgötunni í Reykjavík eða 108,70 krónur á lítra fyrir bensínið og 109,50 fyrir dísillítrann. Segir félagið jafnframt að það valdi vonbrigðum að stórfyrirtæki á neytendamarkaði sem hafi mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu hafi á liðnu ári á tímum hækkandi verðbólgu og óróa á olíumörkuðum hækkað álagningu sína til íslenskra neytenda. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna 2005 eftir því sem Félag íslenskra bifreiða eigenda greinir frá. FÍB bendir enn fremur á að íslenskir neytendur hafi að meðaltali borgað ríflega tveimur krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni í fyrra en árið 2005 en rúmri krónu meira fyrir dísillítrann.Í tilkynningu FÍB segir að liðið ár hafi verið tímabil mikilla verðsveiflna. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi hækkað verulega fram yfir mitt ár og að auki hafi verið veruleg gengislækkun og miklar gengissveiflur á gengi íslensku krónunnar sem hækkuðu eldsneytisverðið enn frekar.„Álagningin var há í byrjun síðasta árs en í mars lækkaði álagningin verulega samhliða því að heimsmarkaðsverðið hækkaði og gengi íslensku krónunnar féll gagnvart Bandaríkjadal. Álagningin tók síðan stóran kipp upp á við þegar heimsmarkaðurinn lækkaði ört í ágúst og september en lækkaði aftur í lok árs og liðinn desember var á pari við meðalálagninguna þegar hún var lægst frá mars fram í júlí.Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í byrjun árs þannig að kostnaðarverð á lítra af bensíni fyrstu 10 dagana nú í janúar er tæpum 2 krónum lægra en kostnaðarverðið var í liðnum desembermánuði. Útsöluverð á eldsneyti hefur verið það sama á markaði hér á landi frá því 20. nóvember sl. Algengasta þjónustuverð á bensíni er 117.70 krónur á lítra og 112.70 í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð,“ segir í tilkynningu FÍB.FÍB bendir á að ódýrasta útsöluverðið á eldsneyti um þessar mundir virðist vera hjá Esso á Geirsgötunni í Reykjavík eða 108,70 krónur á lítra fyrir bensínið og 109,50 fyrir dísillítrann. Segir félagið jafnframt að það valdi vonbrigðum að stórfyrirtæki á neytendamarkaði sem hafi mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu hafi á liðnu ári á tímum hækkandi verðbólgu og óróa á olíumörkuðum hækkað álagningu sína til íslenskra neytenda.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira