Innlent

Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík

Reykjavík - Keflavík - Ísafjörður
Reykjavík - Keflavík - Ísafjörður MYND/Bb.is
Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum, enda þar að finna lengstu flugbraut landsins. Blaðið Bæjarins besta skýrir frá þessu á vefsíðu sinni. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur þar sem farþegarnir voru sóttir og síðan var flogið með þá til Ísafjarðar núna eftir hádegið. Farþegarnir lögðu af stað frá Reykjavík um 10.30 í morgun og voru því rúma tvo og hálfan tíma á leiðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×