Innlent

Fjarskiptaumferð um CANTAT-3 stöðvuð í á aðra viku

Þau fyrirtæki og stofnanir sem nota CANTAT-3 eingöngu gætu lent í vandræðum ef þau gera ekki ráðstafanir.
Þau fyrirtæki og stofnanir sem nota CANTAT-3 eingöngu gætu lent í vandræðum ef þau gera ekki ráðstafanir.

Öll fjarskiptaumferð um CANTAT-3 sæstrenginn stöðvast frá og með næstkomandi föstudegi til 22. janúar vegna viðgerðar.

Þau fyrirtæki og stofnanir sem nota CANTAT-3 eingöngu gætu lent í vandræðum ef þau gera ekki ráðstafanir en Háskóli Íslands er meðal þeirra.

Reiknað er með að viðgerðarskipið Pacific Guardian verði komið á bilunarstað á laugardaginn og að viðgerð ljúki 22. janúar. Í fréttatilkynningu frá Farice sem á og rekur strenginn er sagt að dagsetningar stöðvunarinnar geti breyst vegna erfiðra aðstæðna og veðurskilyrða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×