Innlent

Starfsemi Borgarplasts í Borgarnesi lokað

Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 þegar sett var upp frauðplastverksmiðja.
Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 þegar sett var upp frauðplastverksmiðja. MYND/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að flytja alla starfsemi framleiðslufyrirtækisins Borgarplasts í Mosfellsbæ. Þetta hefur þá þýðingu að starfsemi fyrirtækisins í Borgarnesi verður lokað. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá þessu.

Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 þegar sett var upp frauðplastverksmiðja sem hefur verið þar allar götur síðar eða þar til um áramótin. Framleiðslan hefur á síðustu árum einnig verið á Seltjarnarnesi. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins í Borgarnesi var boðið starf í nýjum höfuðstöðvum í Mosfellsbæ en einungis hluti þeirra nýtti sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×