Innlent

Nær 80 tonn af jólatrjám falla til í ár

Einn af starfsmönnum borgarinnar á ferðinni í dag.
Einn af starfsmönnum borgarinnar á ferðinni í dag. MYND/Heiða

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar áætlar að um 80 tonn af jólatrjám falli til á þessu ári en starfsmenn sviðsins hófu yfirreið sína yfir Reykjavík í dag.

Hátt í 40 starfsmenn hverfisstöðva eru á ferðinni í ellefu flokkabílnum og haft er eftir þeim í tilkynningu frá framkvæmdasviði að fólk virðist vera fyrr á ferðinni í ár og trén almennt stærri en í fyrra.

Gámaþjónustan sér um að kurla trén og nýta þau til moltugerðar en í fyrra féllu til tæp 74 tonn af jólatrjám. Segir í tilkynningu framkvæmdasviðs að ætla megi að í ár verði magnið hátt í 80 tonn, einkum þegar hafðar eru í huga fréttir um að jólatré hafi selst upp á höfuðborgarsvæðinu fyrir þessi jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×