Innlent

Krónan leiðir til verri lífskjara á Íslandi

Forstjóri Marels segir að lífskjör muni versna hérlendis, haldi Íslendingar krónunni. Hann undrast hvernig rætt er um Evrópusambandið hér á landi og telur umræðuna ekki samrýmast veruleikanum.

Þrjú ár eru liðin frá því Marel hóf að færa bókhald sitt í evrum og nýlega hóf fyrirtækið að greiða hluta af launum starfsmanna í sömu mynt. Forstjóri fyrirtæksins telur það aðeins spurningu um tíma hvenær evran leysi af krónuna og raunar undrast hann hvernig rætt er um Evrópusambandsaðild.

Hann kveðst sem stjórnarformaður í fjölda evrópskra dótturfyrirtækja Marels hafa rætt oft við stjórnendur og starfsmenn þeirra um þessi mál. Þeir láti mjög vel af verunni í Evrópusambandinu sem er mjög í ósamræmi við umræðuna hérlendis og veruleikann í Evrópu.

Hann segir að Íslendingar skerði framtíðarlífskjör sín með því að halda í þennan óstöðuga gjaldmiðil, sem valdi miklum sveiflum, skaði útflutningsfyrirtækin og valdi gríðarlega háum vöxtum. Hann spáir því að vægi krónunnar muni minnka og menn muni verðleggja hana út af markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×