Innlent

Veðjar á að Bláfjöll verði opnuð um næstu helgi

Á góðum degi í Bláfjöllum.
Á góðum degi í Bláfjöllum. MYND/Stefán Karlsson

Starfsmenn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vinna nú hörðum höndum að því að troða og safna snjó í brekkur í Bláfjöllum. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður Bláfjalla og Skálafells, segist hafa trú á því að hægt verði að opna í Bláfjöllum um næstu helgi, þar sem spái áframhaldandi snjókomu á næstu dögum.

Grétar segir að snjóstaðan í Bláfjöllum sé brátt að verða eins og hún var fyrir hlákuna í kringum 20. desember. Heldur minna er þó af snjónum í Skálafelli. Göngubrautir hafa ekki verið troðnar en Grétar segir að þeir sem eru kunnugir á svæðinu geti skíðað eitthvað út á heiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×