Innlent

Orkuveitan auglýsir styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði

Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til vísindafólks úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði sínum.

Alls standa 100 milljónirkróna vísindafólki til boða en auk þess að auglýsa eftir hugmyndum vísindafólksins sjálfs leitar Orkuveitan meðal annars sérstaklega eftir rannsóknum á háspennulínum í jörðu, hagkvæmniathugun á metangasvinnslu úr skólpi og illgresiseyðingu með hitaveituvatni í stað eiturefna.

Orkuveitan stofnaði sjóðinn með það að markmiði að fyrirtækið verði áfram í fremstu röð orkufyrirtækja í heiminum í umhverfisvænni orkuvinnslu eins og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Umsóknarfrestur um styrki er til og með 15. febrúar nk. og einungis er hægt að sækja um styrki með rafrænum hætti á vef sjóðsins, www.or.is/uoor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×