Innlent

Kæra flugumferðarstjóra fyrir truflun

Frá Akureyrarflugvelli.
Frá Akureyrarflugvelli. MYND/KK
Flugstoðir ohf. hafa kært til lögreglu framferði flugumferðarstjóra á Akureyri sem kom inn á samkiptarás við flugvél sem var að koma inn til lendingar á Akureyrarflugvelli í gær. Þar úthúðaði hann starfsmönnum í flugturninum á Akureyri sem leyst hafa af hólmi þá flugumferðarstjóra fyrir norðan sem neitað hafa að skrifa undir samning við Flugstoðir.

Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, sagði í samtali við Vísi, að líklega hafi maðurinn notað talstöð til að komast inn á samskiptarás flugmannns enda sé um opin fjarskipti að ræða. Forsvarsmenn Flugstoða hafi kært málið til lögreglu enda sé þarna um brot að ræða á fjarskiptalögum og hugsanlega fleiri lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×