Innlent

Grábrókarveita tekin í notkun á föstudag

Grábrókarveita, ný vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði, verður formlega tekin í notkun á föstudaginn kemur með pompi og prakt. Veitan er í Grábrókarhrauni skammt frá Bifröst en góð vatnsból fundust þar árið 2004.

Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni, sem nú sér um vatnsveitumál Borgfirðinga, að búið sé að leggja nýja vatnsæð frá Bifröst til Borgarness og er hún ríflega 30 kílómetra löng. Mun sumarhúsabyggðum í nágrenninu gefast kostur á að tengjast æðinni en skortur hefur verið á góðu vatni í nokkrum þeirra.

Til stendur að fagna hinni nýju veitu í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á föstudag ef veður leyfir, annars verður athöfnin færð inn í íþróttahúsið í Borgarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×