Innlent

Fimm lemstruðust í bílveltu á Vestfjörðum

MYND/Róbert

Fimm manns voru fluttir á Sjúkrahúsið á Ísafirði eftir að hafa lemstrast þegar jeppi valt norðan við afleggjarann sem liggur út að Núpi í Dýrafirði nú eftir hádegið.

Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu um slysið klukkan eitt og þá var greint frá því að fernt væri slasað og að einn sæti fastur í bílnum. Þegar lögregla kom á vettvang voru allir komnir út úr bílnum en fólkið hafði átt í vandræðum með að losa sig úr bílbeltunum eftir veltuna. Meiðsl fimmmenninganna reyndust minni háttar sem fyrr segir en þó var ákveðið að skoða þá á sjúkrahúsi. Lögregla segir mikla hálku hafa verið á staðnum þar sem slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×