Innlent

Veltan í Kauphöllinni nærri 4500 milljarðar á síðasta ári

MYND/Stefán
Veltan í Kauphöll Íslands á síðasta ári nam nærri 4500 milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Hún jókst um ríflega 2500 milljarða frá fyrra ári eða um 77 prósent. Fram kemur í ársyfirliti Kauphallarinnar að veltuaukning á hlutabréfamarkaði hafi numið 82 prósentum en 72 prósentum á skuldabréfamarkaði.

Meðalvelta í Kauphöllinni á dag nam 18 milljörðum króna og jókst um átta milljarða frá árinu 2005. Þá reyndist veltan í einum mánuði mest í desember eða rúmlega 550 milljarðar. Úrvalsvísitalan hækkaði um nærri 16 prósent á árinu og stóð í tæplega 6.411 stigum í lok árs.

Fimm félög voru skráð í Kauphöllina á árinu, HF. Eimskipafélag Íslands, Exista, Teymi, OMX AB og Icelandair Group Holding. Hins vegar voru sex félög afskráð, Jarðboranir, Kögun, Fiskimarkaður Íslands, Fiskeldi Eyjafjarðar, Hampiðjan og HB Grandi. Alls voru 24 félög skráð á aðallista félagsins í árslok.

Þegar horft er til einstakra félaga í Kauphöllinni voru mest viðskipti með Glitni eða fyrir 460 milljarða en alls eru tæplega 70 prósent af heildarveltunni í Kauphöllinn tilkomin vegna viðskipta með bréf bankanna fjögurra. Þar á eftir kemur FL Group með rúmlega 190 milljarða viðskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×