Innlent

Skaut tvo eþíópíska hermenn

Sómalskur byssumaður skaut tvo eþíópíska hermenn til bana í siðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í landinu, í þorpinu Jilib. Vitni sögðu manninn hafa setið fyrir Eþíóíumönnunum og skotið á þá og hefði einnig fallið sjálfur, þegar hermennirnir svöruðu skothríðinni.

Maðurinn skaut í tvígang á eþíópísku hermennina, fyrst í dögun þegar hann særði þrjá hermenn og síðan í eftirmiðdaginn, þegar hann banaði tveimur hermönnum.

Tveir Sómalar voru drepnir að auki, fyrir utan byssumanninn sjálfan, að sögn vitna í þorpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×