Mikill hnykkur og allt lauslegt fór á fleygiferð 2. janúar 2007 15:51 MYND/Anton Brink „Þetta var mikill hnykkur og skyndilegur en stóð stutt yfir en allt lauslegt fór á fleygiferð," segir Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem var farþegi í Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Parísar í morgun. Þrír úr áhöfn flugvélarinnar hlutu minni háttar áverka vegna þessa en farþegar sluppu ómeiddir en var nokkuð brugðið.Tómas sagði í samtali við Vísi að áhöfnin hafi líklega verið byrjuð að dreifa mat því bæði matur og drykkir hefðu tvístrast um vélina en farþegar aftar í vélinni hafi líklega fundið meira fyrir því. Hann hafi sjálfur setið framarlega í vélinni.Aðspurður sagði hann að farþegum hefði brugðið nokkuð en að áberandi hefði verið hversu rólegt fólk hefði verið í kjölfarið. Íslendingar sem hann hefði rætt við eftir að vélin lenti hafi tekið þessu með ró enda margir hverjir vanir erfiðum flugleiðum hér á landi. Það eigi einnig við hann sjálfan. Hins vegar telji hann að atvik sem þetta sé vond reynsla fyrir þá sem flughræddir séu en það sé alltaf einhver hópur.Þá segir Tómas áhöfnina hafa að hans mati brugðist mjög vel við og að flugstjórinn hefði tilkynnt á íslensku og ensku hvað hefði gerst. Jafnframt að þeim farþegum sem vildu yrði boðin áfallahjálp þegar vélin lenti. Þá hafi frönskumælandi fulltrúi frá Icelandair farið yfir málin þegar vélin hafi lent á Charles de Gaulle flugvelli.Vélin kom til Parísar um klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma. Öryggisskoðun á flugvélinni fer fram á flugvellinum og hefur önnur flugvél og önnur flugáhöfn verið send ytra til þess að fljúga farþegum heim síðdegis í dag. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
„Þetta var mikill hnykkur og skyndilegur en stóð stutt yfir en allt lauslegt fór á fleygiferð," segir Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem var farþegi í Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Parísar í morgun. Þrír úr áhöfn flugvélarinnar hlutu minni háttar áverka vegna þessa en farþegar sluppu ómeiddir en var nokkuð brugðið.Tómas sagði í samtali við Vísi að áhöfnin hafi líklega verið byrjuð að dreifa mat því bæði matur og drykkir hefðu tvístrast um vélina en farþegar aftar í vélinni hafi líklega fundið meira fyrir því. Hann hafi sjálfur setið framarlega í vélinni.Aðspurður sagði hann að farþegum hefði brugðið nokkuð en að áberandi hefði verið hversu rólegt fólk hefði verið í kjölfarið. Íslendingar sem hann hefði rætt við eftir að vélin lenti hafi tekið þessu með ró enda margir hverjir vanir erfiðum flugleiðum hér á landi. Það eigi einnig við hann sjálfan. Hins vegar telji hann að atvik sem þetta sé vond reynsla fyrir þá sem flughræddir séu en það sé alltaf einhver hópur.Þá segir Tómas áhöfnina hafa að hans mati brugðist mjög vel við og að flugstjórinn hefði tilkynnt á íslensku og ensku hvað hefði gerst. Jafnframt að þeim farþegum sem vildu yrði boðin áfallahjálp þegar vélin lenti. Þá hafi frönskumælandi fulltrúi frá Icelandair farið yfir málin þegar vélin hafi lent á Charles de Gaulle flugvelli.Vélin kom til Parísar um klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma. Öryggisskoðun á flugvélinni fer fram á flugvellinum og hefur önnur flugvél og önnur flugáhöfn verið send ytra til þess að fljúga farþegum heim síðdegis í dag.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira