Innlent

15 fleiri létust í slysum árið 2006 en 2005

 

 

Árið 2006 létust 49 einstaklingur í slysum hér á landi samanborið við 31 árið 2005 og skýrist aukningin aðallega á fjölda banaslysa í umferðinni, þar sem létust 30 manns í 27 slysum. Næstflest urðu slysin í flokknum heima- og frítímaslys þar sem létust sjö og þar á eftir í vinnuslysum þar sem sex létust.

 

Langflest slysin urðu í ágúst þar sem 10 létust og þar á eftir október þegar sjö létust.

 

37 karlmenn létust og 12 konur þar af eitt barn yngra en 14 ára.

 

Þessar tölur eru þó ekki endanlegar þar sem enn er ekki ljóst hvort andlát tveggja aðila voru af slysförum eður ei.  

Allt frá árinu 1928 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg, áður Slysavarnafélag Íslands, skráð banaslys í landinu. Í upphafi voru eingöngu sjóslys og drukknanir skráð en allt frá árinu 1941 hefur félagið skráð öll banaslys og birt í Árbók sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×