Innlent

Metár hjá Landsbjörgu

Flugeldasalan er björgunarsveitunum mjög mikilvæg.
Flugeldasalan er björgunarsveitunum mjög mikilvæg. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar gekk mjög vel nú fyrir áramótin. Salan jókst nokkuð frá síðasta ári sem þó var metár. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, reiknar með að söluaukningin sé einhvers staðar í kringum 20% og jafnvel meira.

Nákvæmar sölutölur eru ekki komnar en samkvæmt upplýsingum frá sölustöðum Landsbjargar, sem eru í kringum 100 talsins hvarvetna um landið segir Jón ótvírætt að um metár sé að ræða.

Sölustaðir verða ekki opnir fyrr en á þrettándanum en eftir það verður salan gerð upp og kemur þá í ljós hversu miklu þessi aðaltekjulind björgunarsveitanna skilar.

Landsbjargarmenn eru mjög þakklátir almenningi í landinu fyrir að styðja sjálfboðaliðastarf björgunarsveitanna með þessum hætti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×