Innlent

Þrír teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. Þá var einn handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var kona á sextugsaldri tekin fyrir ölvunarakstur í Kópavogi í gærkvöldi. Þá var för sautján ára stúlku stöðvuð fyrir sömu sakir á Suðurlandsbraut í nótt. Tvítugur piltur var einnig tekinn fyrir ölvunarakstur í nótt en sá var stöðvaður í Álfheimum að sögn lögreglunnar.

Síðdegis í gær var svo karl um fertugt tekinn við akstur á Háaleitisbraut en hann var undir áhrifum fíkniefna.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×