Innlent

Slasaðist eftir árekstur á Nýbýlavegi

Kona slasaðist þegar tveir bílar skullu saman á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í morgun. Kalla þurfti tækjabíl slökkviliðsins til að ná konunni úr bílnum og var hún flutt á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Tvö börn voru í bílnum með konunni en sjúkraflutningamenn töldu að þau hefðu ekki slasast alvarlega. Vakthafandi læknir taldi of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsl konunnar væru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×