Innlent

Áframhaldandi skjálftavirkni við Upptyppinga

Ekkert lát er á skjálftavirkni við Upptyppinga og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið til að rannsaka það betur. Lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði eru í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Ekkert lát er á skjálftavirkni við Upptyppinga og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið til að rannsaka það betur. Lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði eru í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Lögreglustjórarnir funduðu á miðvikudag ásamt deildarstjóra almannavarnardeildar og var ákveðið að hefja undirbúning viðbragða við hugsanlegum eldsumbrotum, hvernig staðið yrði að lokun vega og hver verkaskipting milli umdæmanna og almannavarna skyldi háttað. Í morgun lögðu síðan vísindamenn frá Háskóla Íslands af stað í rannsóknarferð um svæðið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×