Sérkennileg stjórnun Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. júní 2007 06:00 Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur:Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur:Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar