Velferðarsvið segist vinna markvisst að málefnum aldraðra 20. júní 2007 11:51 Velferðarsvið tekur málefni öldruðu hjónanna alvarlega Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er, að fregnum af því að ekki hafi verið brugðist við hjálparbeiðni vegna aldraðra hjóna fyrr en sex dögum eftir að beiðnin var upphaflega lögð fram, sé tekið alvarlega. Velferðarsvið leggi metnað sinn í að veita öldruðum jafnt og öðrum borgarbúum góða þjónustu. „Af hálfu Velferðarsviðs er því komið á framfæri að þegar hefur verið brugðist við ábendingu nágranna gömlu hjónanna um drátt á þjónustu með því að ýta úr vör rannsókn á því hvort pottur hafi verið brotinn í þjónustu sviðsins. Ef rétt reynist - verður gripið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að sömu mistök endurtaki sig ekki. Velferðarsvið vekur athygli á því að markvisst hefur verið unnið að því að þjónusta og rjúfa félagslega einangrun aldraðra í sjálfstæðri búsetu á síðustu misserum. Í hverfum borgarinnar hafa verið stofnaðir þverfaglegir nærþjónustuhópar til að þétta öryggisnet eldri borgara samhliða því að samhæfa þjónustu og starfskrafta opinberra aðila sem og hagsmunasamtaka og kirkju. Nærþjónustuhópunum er stýrt af starfsmönnum þjónustumiðstöðva Reykjavíkuborgar. Að auki eru í hópunum fulltrúar frá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Félagi eldri borgara, heilsugæslu og sóknarkirkju í viðkomandi hverfi," segir í yfirlýsingunni Þá segir að á vegum þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis sé unnið að tilraunaverkefni um svokallaðar fyrirbyggjandi heimsóknir. Íbúum 80 ára og eldri, sem ekki þiggi þjónustu borgarinnar, sé bréfleiðis boðið upp á kynningu á þjónustu Reykjavíkurborgar. Þiggi viðkomandi kynninguna, heimsæki starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar hann skömmu síðar. Í heimsókninni sé lögð áhersla á að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu fyrir eldri borgara auk þess að koma á tengslum milli eldri borgara og fagaðila í öldrunarþjónustu þar sem það á við. Velferðarsvið telur rétt að taka fram að óheimilt sé að þvingað aldraða til að þiggja þjónustu borgarinnar. „Að lokum má nefna að öllum Reykvíkingum, 70 ára og eldri, var sendur hverfabundinn upplýsingabæklingur um þjónustu borgarinnar við aldraða uppúr síðustu áramótum," að því er fram kemur í tilkynningunni. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er, að fregnum af því að ekki hafi verið brugðist við hjálparbeiðni vegna aldraðra hjóna fyrr en sex dögum eftir að beiðnin var upphaflega lögð fram, sé tekið alvarlega. Velferðarsvið leggi metnað sinn í að veita öldruðum jafnt og öðrum borgarbúum góða þjónustu. „Af hálfu Velferðarsviðs er því komið á framfæri að þegar hefur verið brugðist við ábendingu nágranna gömlu hjónanna um drátt á þjónustu með því að ýta úr vör rannsókn á því hvort pottur hafi verið brotinn í þjónustu sviðsins. Ef rétt reynist - verður gripið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að sömu mistök endurtaki sig ekki. Velferðarsvið vekur athygli á því að markvisst hefur verið unnið að því að þjónusta og rjúfa félagslega einangrun aldraðra í sjálfstæðri búsetu á síðustu misserum. Í hverfum borgarinnar hafa verið stofnaðir þverfaglegir nærþjónustuhópar til að þétta öryggisnet eldri borgara samhliða því að samhæfa þjónustu og starfskrafta opinberra aðila sem og hagsmunasamtaka og kirkju. Nærþjónustuhópunum er stýrt af starfsmönnum þjónustumiðstöðva Reykjavíkuborgar. Að auki eru í hópunum fulltrúar frá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Félagi eldri borgara, heilsugæslu og sóknarkirkju í viðkomandi hverfi," segir í yfirlýsingunni Þá segir að á vegum þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis sé unnið að tilraunaverkefni um svokallaðar fyrirbyggjandi heimsóknir. Íbúum 80 ára og eldri, sem ekki þiggi þjónustu borgarinnar, sé bréfleiðis boðið upp á kynningu á þjónustu Reykjavíkurborgar. Þiggi viðkomandi kynninguna, heimsæki starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar hann skömmu síðar. Í heimsókninni sé lögð áhersla á að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu fyrir eldri borgara auk þess að koma á tengslum milli eldri borgara og fagaðila í öldrunarþjónustu þar sem það á við. Velferðarsvið telur rétt að taka fram að óheimilt sé að þvingað aldraða til að þiggja þjónustu borgarinnar. „Að lokum má nefna að öllum Reykvíkingum, 70 ára og eldri, var sendur hverfabundinn upplýsingabæklingur um þjónustu borgarinnar við aldraða uppúr síðustu áramótum," að því er fram kemur í tilkynningunni.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira