Skorað á íslensk stjórnvöld á alþjóðadegi flóttamanna 20. júní 2007 13:41 Alþjóðadagur flóttamanna er í dag, 20. júní og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa, samningi um að draga úr ríkisfangsleysi og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnunin hafa hvatt ríki til að gerast aðilar að samningunum en flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að þeim um áratuga skeið. „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum," segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin kveður einnig á um rétt allra manna til ríkisfangs en í því er fólginn lagalegur réttur til að njóta gæða samfélagsins og taka þátt í skipan þess. Þessi réttindi eru nátengd því fólk sem ekki nýtur verndar stjórnvalda í heimalandi sínu er oft án ríkisfangs; það að öllum sé tryggt ríkisfang er einn grunnþátta í vernd minnihlutahópa og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Með því að vinna gegn ríkisfangsleysi og aðstoða fólk sem er án ríkisfangs er stuðlað að stöðugleika á viðkomandi svæði og þannig jafnvel unnt að koma í veg fyrir ástand sem leiðir til þess að fólk neyðist til að leggja á flótta." Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem gefur fólki sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita skjóls hjá öðrum þjóðum. Ísland á einnig aðild að Evrópusamningi um ríkisfang sem kveður á um réttindi og skyldur varðandi ríkisfang. Ísland er hins vegar eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi né samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs, að því er segir í tilkynningunni frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira
Alþjóðadagur flóttamanna er í dag, 20. júní og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa, samningi um að draga úr ríkisfangsleysi og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnunin hafa hvatt ríki til að gerast aðilar að samningunum en flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að þeim um áratuga skeið. „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum," segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin kveður einnig á um rétt allra manna til ríkisfangs en í því er fólginn lagalegur réttur til að njóta gæða samfélagsins og taka þátt í skipan þess. Þessi réttindi eru nátengd því fólk sem ekki nýtur verndar stjórnvalda í heimalandi sínu er oft án ríkisfangs; það að öllum sé tryggt ríkisfang er einn grunnþátta í vernd minnihlutahópa og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Með því að vinna gegn ríkisfangsleysi og aðstoða fólk sem er án ríkisfangs er stuðlað að stöðugleika á viðkomandi svæði og þannig jafnvel unnt að koma í veg fyrir ástand sem leiðir til þess að fólk neyðist til að leggja á flótta." Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem gefur fólki sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita skjóls hjá öðrum þjóðum. Ísland á einnig aðild að Evrópusamningi um ríkisfang sem kveður á um réttindi og skyldur varðandi ríkisfang. Ísland er hins vegar eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi né samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs, að því er segir í tilkynningunni frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira