Innlent

Bauð skjaldböku upp í bílinn

Skjaldbakan á Skutulsfjarðarbrautinni var nú ekki svona stór. En hún var mjög efnileg.
Skjaldbakan á Skutulsfjarðarbrautinni var nú ekki svona stór. En hún var mjög efnileg.

Ökumaður sem leið átti um Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði varð furðu lostinn þegar hann ók fram úr lítilli skjaldböku sem leið átti um veginn á tólfta tímanum í dag. Skjaldbakan var á hægri ferð norður veginn þar sem er 60 kílómetra hámarkshraði. Skjaldbökunni var boðið far á lögreglustöðina á Ísafirði hvar hún hvíldi lúin bein. Ekki er vitað hvaðan skjaldbakan kom en lögreglan segir grun leika á að hún hafi stungið eiganda sinn af. Náttúrustofa Vestfjarða fékk dýrið til varðveislu. Innflutningur skjaldbaka er bannaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×