Bæjarstjórinn kominn út úr skápnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2007 12:00 Talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjórann í Hafnarfirði kominn út úr skápnum með stuðningi sínum við að álverið í Straumsvík geti mögulega stækkað t.d. með byggingu á landfyllingu. Hann segir kosningarnar í vetur ekki hafa snúist um skipulag lóðar álversins, heldur öll þau áhrif sem stækkað álver hefði á fjölmörgum sviðum. Alcan sem rekur álverið í Straumsvík hefur tíu daga til að koma fram með hugmyndir sem sannfæra Landsvirkjun um að Alcan muni kaupa þá raforku sem gert er ráð fyrir í viljayfirlýsingu milli fyrirtækjanna frá því í lok júní í fyrra. Sú yfirlýsing felur í sér kaup Alcans á 60 prósentum þeirrar orku sem fyrirtækið þyrfti til stækkunar álversins. Yfirlýsingin gilti í sex mánuði en var framlengd um aðra sex mánuði um áramót og rennur úr gildi hinn 30. júní næst komandi. Alcan hefur óskað eftir fundi með forráðamönnum Landsvirkjunar á næstu dögum. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að Alcan þurfi að leggja fram eitthvað nýtt og raunhæft á þeim fundi til að Landsvirkjun samþykki að framlengja yfirlýsinguna. Í Morgunblaðinu í morgun segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði að það skipti máli að Alcan haldi áfram starfsemi í bænum og er reiðubúinn til að skoða hugmyndir þar að lútandi. "Ég held að það megi segja það núna að bæjarstjórinn sé kominn út úr skápnum með sína skoðun á þessu máli. Hann hefur frá því niðurstaða lá fyrir í þessu máli tekið þátt í spekúlasjónum um hvernig væri hægt að snúa út úr þessari niðurstöðu," segir Pétur Óskarsson talsmaður Sólar í Straumi og vísar þá til niðurstöðu kosninga um deiluskipulag í Hafnarfirði í lok mars. Bæjarstjórinn segir í Morgunblaðinu að í kosningunum hinn 30. mars hafi verið kosið um deiliskipulagstillögu og Alcan hafi rétt á að koma fram með aðrar hugmyndir og þá verði hægt að kjósa um annað deiliskipulag. Pétur segir að umræðan í Hafnarfirði fyrir kosningarnar hafi snúist um heildaráhrif stækkunar álversins á umhverfið, samfélagið, fjárhag bæjarins og fleira, en ekki um deiliskipulagstillögu. Stjórn Alcans fundaði um málið í morgun og mun hitta Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í dag. En fyrirtækið er líka að kanna möguleika á að byggja nýtt álver, t.d. á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn, ef Hafnfirðingar hafna stækkun algerlega. Pétur segir að ef fara eigi í nýjar kosningar um aðra deiliskipulagstillögu, sé ljóst að ráðamenn í Hafnarfirði hafi verið að hafa kjósendur að fíflum. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjórann í Hafnarfirði kominn út úr skápnum með stuðningi sínum við að álverið í Straumsvík geti mögulega stækkað t.d. með byggingu á landfyllingu. Hann segir kosningarnar í vetur ekki hafa snúist um skipulag lóðar álversins, heldur öll þau áhrif sem stækkað álver hefði á fjölmörgum sviðum. Alcan sem rekur álverið í Straumsvík hefur tíu daga til að koma fram með hugmyndir sem sannfæra Landsvirkjun um að Alcan muni kaupa þá raforku sem gert er ráð fyrir í viljayfirlýsingu milli fyrirtækjanna frá því í lok júní í fyrra. Sú yfirlýsing felur í sér kaup Alcans á 60 prósentum þeirrar orku sem fyrirtækið þyrfti til stækkunar álversins. Yfirlýsingin gilti í sex mánuði en var framlengd um aðra sex mánuði um áramót og rennur úr gildi hinn 30. júní næst komandi. Alcan hefur óskað eftir fundi með forráðamönnum Landsvirkjunar á næstu dögum. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að Alcan þurfi að leggja fram eitthvað nýtt og raunhæft á þeim fundi til að Landsvirkjun samþykki að framlengja yfirlýsinguna. Í Morgunblaðinu í morgun segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði að það skipti máli að Alcan haldi áfram starfsemi í bænum og er reiðubúinn til að skoða hugmyndir þar að lútandi. "Ég held að það megi segja það núna að bæjarstjórinn sé kominn út úr skápnum með sína skoðun á þessu máli. Hann hefur frá því niðurstaða lá fyrir í þessu máli tekið þátt í spekúlasjónum um hvernig væri hægt að snúa út úr þessari niðurstöðu," segir Pétur Óskarsson talsmaður Sólar í Straumi og vísar þá til niðurstöðu kosninga um deiluskipulag í Hafnarfirði í lok mars. Bæjarstjórinn segir í Morgunblaðinu að í kosningunum hinn 30. mars hafi verið kosið um deiliskipulagstillögu og Alcan hafi rétt á að koma fram með aðrar hugmyndir og þá verði hægt að kjósa um annað deiliskipulag. Pétur segir að umræðan í Hafnarfirði fyrir kosningarnar hafi snúist um heildaráhrif stækkunar álversins á umhverfið, samfélagið, fjárhag bæjarins og fleira, en ekki um deiliskipulagstillögu. Stjórn Alcans fundaði um málið í morgun og mun hitta Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í dag. En fyrirtækið er líka að kanna möguleika á að byggja nýtt álver, t.d. á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn, ef Hafnfirðingar hafna stækkun algerlega. Pétur segir að ef fara eigi í nýjar kosningar um aðra deiliskipulagstillögu, sé ljóst að ráðamenn í Hafnarfirði hafi verið að hafa kjósendur að fíflum.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira