Innlent

Flugvél sem lenti í ókyrrð í morgun á heimleið

MYND/Teitur

Ekkert óvenjulegt kom í ljós við öryggisskoðun á Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar og er hún nú á heimleið.

Þrír flugþjónar slösuðust lítillega þegar vélin kipptist til og allt lauslegt fór ár ferð en allir 180 farþegarnir voru með beltin spennt þegar atvikið varð og sakaði þá ekki.

Önnur vél var send með áhöfn út til Charles de Gaulle flugvallar í París til að fljúga með farþega til baka til Íslands þar sem skoða þurfti hina vélina. Er hún er væntanleg til landsins nú um kvöldmatarleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×