Innlent

Valgerður viðstödd útför Geralds Fords

Kista Geralds Fords hefur legið í þinghúsinu í Washington þar sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa vottað honum virðingu sína.
Kista Geralds Fords hefur legið í þinghúsinu í Washington þar sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa vottað honum virðingu sína. MYND/AP

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra verður í dag verða viðstödd útför Geralds R. Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Washington. Úförin fer fram í dómkirkjunni í Washington en kista Fords hefur undanfarna daga legið í þinghúsinu í borginni þar sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa vottað honum virðingu sína. Þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Bill Clinton, George Bush eldri og Jimmy Carter verða viðstaddir útförina og þá mun George Bush yngri, núverandi forseti Bandaríkjanna, flytja minningarræðu. Að útför lokinni mun Valgerður sækja boð Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Gerald Ford verður ekki jarðsettur í Washington heldur á æskustöðvum sínum í Grand Rapids í Michigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×