Innlent

Svifryk um áramót sprengdi mælikvarða tækja

Tafla af vef Umhverfisstofnunar.
Tafla af vef Umhverfisstofnunar.

Svifrykið við áramótin sló öll met og sprengdi mælikvarða tækja sem Umhverfisstofnun styðst við við svifryksmælingar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar.

Þar segir enn fremur að fyrirséð hafi verið að svifrykið yrði mikið vegna mikillar flugeldasölu og hægviðris í höfuðborginni. Við Grensás í Reykjavík sé svifryk mælt með tveim mælitækjum og hafi rykið sprengt mælikvarða tækjanna þannig að mælingin klukkan eitt eftir miðnætti reyndist ekki marktæk.

Ryk frá uppsprettum öðrum en flugeldum og brennum var frekar lítið og segir á vef Umhverfisstofnunar að andrúmsloftið hafa hreinsað sig mjög fljótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×