Innlent

Lögreglustjórinn á fyrstu gönguvaktinni

Stefán Eiríksson heilsaði upp á Sævar Ciesielski á veitingahúsi í miðborginni á fyrstu vaktinni. Sævar óskaði honum til hamingju með embættið.
Stefán Eiríksson heilsaði upp á Sævar Ciesielski á veitingahúsi í miðborginni á fyrstu vaktinni. Sævar óskaði honum til hamingju með embættið. MYND/Stöð 2

Stefán Eiríksson, nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, fór á sína fyrstu gönguvakt í miðborgina í dag. Lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sameinust um áramótin undir þessu nýja embætti. Ætlunin er meðal annars að auka sýnilega löggæslu, grenndarlöggæslu og hverfalöggæslu.

Breytingarnar á lögreglunni eru víðtækar. Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu og verða nú sjö lykilembætti á landinu og hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir.

Alþingi samþykkti breytingar á lögreglulögum á síðasta ári og tóku þau gildi nú um áramótin. Lögregluumdæmin voru 26 talsins en eru fimmtán eftir breytingarnar.

Sjö lykilembætti með sérstakar rannsóknardeildir verða á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Selfossi og á Suðurnesjum. Lögreglustöðvum verður ekki fækkað en lögreglustjórar verða færri.

Á höfuðborgarsvæðinu var Stefán Eiríksson ráðinn lögreglustjóri og er sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri Suðurnesja.

Sýslumenn hinna lykilembættanna verða lögreglustjórar í þeim umdæmum en sýslumenn á minni stöðum innan þeirra munu áfram gegna sínum störfum að fráskildu starfi lögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytniu hafa breytingarnar gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×