Innlent

Tvær veltur á Suðurlandsvegi vegna hálku

Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli.

Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í morgun sem talið er að rekja megi til hálku. Bæði slysin urðu á Suðurlandsvegi undir Eyjaföllum á ellefta tímanum. Í fyrra tilvikinu valt jepplingur í mikilli ísingu en þar urðu engin slys á fólki. Í síðara tilvikinu valt jeppi og þar slasaðist fólk lítillega að sögn lögreglu. Töluverð hálka var á Suðurlandsvegi í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í morgun en hún er að mestu horfin að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×