Áróður álmanna Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. janúar 2007 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar