Innlent

Lögreglan rannsakar árásina við tívolíið í Smáralind

Mál stúlkunnar sem réðst á jafnöldru sína við Tívolíið í Smáralind á þriðjudag í síðustu viku er í athugun lögreglu. Lögreglumenn sem tóku stúlkuna á vettvangi hafa sent skýrslu til ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stúlkan sem ráðist var á hefur ekki kært árásina en lögreglan lítur málið alvarlegum augum.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að á bloggvef sínum hafi stúlkan lýst því hvernig hún hafi misþyrmt stúlkunni í félagi við vinkonu sína. Þegar lögreglumenn bar að hafi þær veist að þeim með ofbeldi og sóðamunnsöfnuði og hótunum um líkamsmeiðingar.

Lögreglumenn segjast ekki muna eftir því að hafa áður lesið svona lýsingar um hegðun svona ungrar stúlku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×