Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar 20. ágúst 2007 15:58 Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira