Innlent

Vinsæll sjónvarpspredikari fallinn frá

Tammy Faye Messner fyrrverandi sjónvarpsprestur og gospel söngvari í Bandaríkjunum lést í gær. Hún var 65 ára og barðist við eiturlyfjafíkn og síðar ólæknandi krabbamein. Hún kom fram í sjónvarpsþætti Larry King á CNN sjónvarpsstöðinni á fimmtudagskvöld og sagði þar að hún væri hætt að geta kyngt niður mat og að hún væri aðeins þrjátíu kíló.

Messner stofnaði trúarlegu sjónvarpsstöðina PTL með fyrrverandi eiginmanni sínum Jim Bakker. Hún brast gjarnan í grát fyrir framan áhorfendur þar sem tárin láku og urðu til þess að helsta vörumerki hennar, maskarinn, lak niður á kinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×