Opin umræða á stjórnarheimilinu 23. júní 2007 12:21 Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. Það hefur vægast sagt verið óvenju mikil breidd í skoðunum þingmanna og ráðherra um kvótakerfið og um rannsóknir Hafró og veiðiráðgjöf. Mesta athygli vakti hörð gagrnýni Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis og fyrverandi samgönguráðherra á kvótakerfið. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður hefur einnig haft uppi harða gagnrýni og vill hann meðal annars flytja rannsóknir Hafró í Háskólana. Össur Skarphéðinsson, iðanaðráðherra lagði svo orð í belg á bloggsíðu sinni í gær og taldi réttast að Hafró yrði flutt undan sjávarútvegsráðuneyti. Nefndi hann skaðann af pólitískum þrýstingi og sagði að "sovéskt kerf"i hefði verið búið til í kringum Hafró - þar sem þöggun væri beitt á andófsraddir. Vísaði hann á meðferð á málflutningi þeirra sem hafa verið ósammála meginniðurstöðum Hafró. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki - formaður sjávarútvegsnefndar undraðist þetta útspil Össurar þegar fréttastofa ræddi við hana í gær og taldi enga ástæðu til þess að flytja Hafró undan Sjávarútvegsráðuneytinu. Karl V. Matthíasson, varaformaður nefndarinnar og samflokksmaður Össurar fagnar hins vegar því að Össur hafi lagt þetta inn í opna umræðu um málið. Karl segir að Össur sé þekktur fyrir að hræra í pottinum en því fari víðs fjarri að þetta sé til marks um alvarlegan ágreining innan eða á milli stjórnarflokkana. Það komi mönnum ef til vil á óvart að opin umræði geti verið um einstök mál en aðalatriðið sé að menn festist ekki í farinu og líti ekki á einhverja skipan sem óbreytanlega. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. Það hefur vægast sagt verið óvenju mikil breidd í skoðunum þingmanna og ráðherra um kvótakerfið og um rannsóknir Hafró og veiðiráðgjöf. Mesta athygli vakti hörð gagrnýni Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis og fyrverandi samgönguráðherra á kvótakerfið. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður hefur einnig haft uppi harða gagnrýni og vill hann meðal annars flytja rannsóknir Hafró í Háskólana. Össur Skarphéðinsson, iðanaðráðherra lagði svo orð í belg á bloggsíðu sinni í gær og taldi réttast að Hafró yrði flutt undan sjávarútvegsráðuneyti. Nefndi hann skaðann af pólitískum þrýstingi og sagði að "sovéskt kerf"i hefði verið búið til í kringum Hafró - þar sem þöggun væri beitt á andófsraddir. Vísaði hann á meðferð á málflutningi þeirra sem hafa verið ósammála meginniðurstöðum Hafró. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki - formaður sjávarútvegsnefndar undraðist þetta útspil Össurar þegar fréttastofa ræddi við hana í gær og taldi enga ástæðu til þess að flytja Hafró undan Sjávarútvegsráðuneytinu. Karl V. Matthíasson, varaformaður nefndarinnar og samflokksmaður Össurar fagnar hins vegar því að Össur hafi lagt þetta inn í opna umræðu um málið. Karl segir að Össur sé þekktur fyrir að hræra í pottinum en því fari víðs fjarri að þetta sé til marks um alvarlegan ágreining innan eða á milli stjórnarflokkana. Það komi mönnum ef til vil á óvart að opin umræði geti verið um einstök mál en aðalatriðið sé að menn festist ekki í farinu og líti ekki á einhverja skipan sem óbreytanlega.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira