Lífið

Leonardo missti sveindóminn seint

Leonardo DiCaprio var hreinn sveinn sautján ára gamall, og gat ekki hætt að tala um það. Þetta segir leikarinn Russel Crowe í nýjasta tölublaði Entertainment Weekly, en hann lék með DiCaprio í vestranum The Quick and the Dead.

Leikararnir tveir munu vinna saman aftur á næstunni í myndinni ,,Body of Lies" og segist Crowe vona að DiCaprio geti upplýst hann um hvað hefur gerst í millitíðinni.

,,Vonandi höfum við smá tíma til að fara yfir hvað hefur gerst í millitíðinni. Kannski getur hann sýnt mér myndir. Ég er nokkuð viss um að lífið er aðeins öðruvísi hjá honum núna."

Leikarinn virðist hafa notað tímann undanfarið vel, en DiCaprio hefur undanfarin ár átt kærustur á borð við Gisele Bundchen og Bar Rafaleli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.