Lífið

Bítlavaka á NASA

Egill Ólafsson og félagar munu taka nokkur vel valin Bítlalög
Egill Ólafsson og félagar munu taka nokkur vel valin Bítlalög MYND/365

Stuðmenn og Bítlagæslumennirnir efna til Bítlavöku á NASA á morgun. Tilefnið er koma Yoko Ono til landsins en hún mun tendra friðarsúlu í Viðey á fæðingardegi Bítilsins John Lennon næstkomandi þriðjudag.

Húsið opnar klukkan 22 og stendur vakan fram undir morgun. Hún hefst á því að myndin A Hard Days Night verður sýnd á hvíta tjaldinu en á eftir hefst dagskrá með lifandi tónlist. Gestir Stuðmanna verða Bítlagæslumennirnir Jónas R. Jónsson, Gunnar Þórðarson og Valgeir Guðjónsson sem frumflytur nokkur frumsamin lög í bland við eldra efni.

Miðaverð er 1.500 krónur og hefst forsala aðgöngumiða klukkan 14 í dag. Þess má geta að í kvöld frumflytja Stuðmenn nýtt Bítlalag með Valgeiri Guðjónssyni í Kastljósinu en það ber heitið Hver á Ísland sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.