Lífið

Westlife ætla sér upp fyrir Bítlana

Drengjabandið Westlife hefur heitið því að hætta ekki fyrr en þeir hafa átt fleiri lög í toppsæti breska vinsældalistans en Bítlarnir. Sveitin írska hefur átt 14 topplög hingað til, en ætla að gera betur en bítlarnir vel hærðu, sem áttu sautján toppsætisslagara.

,,Ef lag frá okkur endar í þriðja sæti erum við óánægðir, sem er fáránlegt. Við ætlum að eiga að minnsta kosti 20 lög í fyrsta sæti áður en við leggjum upp laupana." sagði Shane Filan úr Westlife. Félagi hans úr sveitinni, Nicky Byrne, sagði við breskt kvennablað að ,,drengjunum", sem eru að nálgast þrítugt, finndist þeir vera gamlir. Endurkoman hefði þó látið þeim líða eins og þeir væru lömb í haga að vori.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.